Frétt

28. júní 2019

Sjóðir Stefnis auka við hlut sinn í Stoðum hf.

Sjóðir Stefnis auka við hlut sinn í Stoðum hf.

Innlendir hlutabréfasjóðir Stefnis hafa keypt rúmlega 8% hlut í Stoðum af Arion banka.

Stefnir er dótturfélag Arion banka. Viðskipti milli tengdra aðila geta mögulega leitt af sér hagsmunaárekstra. Stefnir hefur innleitt reglur og gert ráðstafanir til að bregðast við hagsmunaárekstrum og tryggja að starfsmenn félagsins líti með hlutlægum hætti á fjárfestingarkosti. Þar á meðal er stefna um hagsmunaárekstra sem birt er á heimasíðu félagsins.

Í samræmi við lög og reglur horfir Stefnir aðeins til hagsmuna hlutdeildarskírteinishafa sinna þegar ákvörðun um fjárfestingu er tekin. Það er mat Stefnis að fjárfesting í Stoðum þjóni hagsmunum sjóðanna. Ekki verða gefnar út frekari almennar tilkynningar vegna kaupa eða sölu sjóða í rekstri Stefnis með hluti í Stoðum.

Allar nánari upplýsingar veitir Jökull H. Úlfsson, framkvæmdastjóri Stefnis, jokull.ulfsson@stefnir.is 

Um Stoðir:

Stoðir er íslenskt fjárfestingarfélag. Helstu eignir Stoða eru eignarhlutir í Símanum, Tryggingamiðstöðinni og Arion banka. Eignir félagsins nema um 23 milljörðum króna.

Um Stefni:

Stefnir er sjóðastýringarfyrirtæki með um 334 milljarða króna í virkri stýringu. Hjá Stefni starfa 22 sérfræðingar í fjórum teymum við stýringu á fjölbreyttu úrvali verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóða. Einnig stýrir félagið eignum nokkurra samlagshlutafélaga sem stofnuð hafa verið um framtaksfjárfestingar. Hlutverk félagsins er að stýra fjármunum í eigu viðskiptavina með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Stefnir þjónar jafnt einstaklingum sem fagfjárfestum. Félagið var stofnað árið 1996.

 

Til baka

Fleiri fréttir

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...

29.ágúst 2023

Stefnir birtir fjármagnaðan útblástur gróðurhúsalofttegunda

Stefnir stýrir fjármunum fyrir hönd viðskiptavina sinna og leggur ríka áherslu á að gera það með ábyrgum og gagnsæjum hætti.

09.ágúst 2023

Stefnir styrkir Einvígið á Nesinu

Stefnir er stoltur styrktaraðili Einvígisins á Nesinu. Þetta árið hlaut Félag áhugafólks um Downs-heilkennið styrk Stefnis og Birgir Björn úr GK var sigurvegari...