Frétt

28. ágúst 2019

Vegna fréttar í ViðskiptaMogganum 28. ágúst 2019

Fullyrðingar í frétt ViðskiptaMoggans í dag um þöggun hagsmunaárekstra í starfsemi Stefnis eru úr lausu lofti gripnar og er þeim vísað á bug.

Stefnir er fjármálafyrirtæki og starfar með leyfi Fjármálaeftirlitsins. Fjölmargar innri og ytri reglur gilda í starfsemi félagsins og leggur Stefnir mikla áherslu á reglufylgni. Vakni grunur um brot í starfsemi félagsins er þeim vísað til innri eftirlitsaðila og eftir atvikum til viðeigandi yfirvalda. Komi í ljós að hagsmunaárekstrar hafi skaðað hagsmuni viðskiptavina félagsins ber að tilkynna þeim um slíkt enda er hlutverk Stefnis að gæta hagsmuna viðskiptavina sinna. Stefnir býr ekki yfir upplýsingum sem benda til þess að hagsmunir viðskiptavina hafi skaðast í starfsemi félagsins.

 

Til baka

Fleiri fréttir

29.júlí 2020

Jóhann Möller ráðinn framkvæmdastjóri Stefnis

Jóhann Möller hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Stefnis hf. og mun taka við starfinu 1. ágúst. Jóhann hefur starfað á fjármálamarkaði í 20 ár og hjá Stefni...

08.júlí 2020

Ávöxtun sjóða Stefnis 30.06.2020

Stefnir hefur birt ávöxtun m.v. 30.06.2020. Samantektina má sjá hérna fyrir neðan.

19.júní 2020

Jökull H. Úlfsson framkvæmdastjóri Stefnis lætur af störfum

Jökull H. Úlfsson, framkvæmdastjóri Stefnis, hefur óskað eftir að láta af störfum og hefur komist að samkomulagi við félagið um starfslok.

Þessi síða notar vafrakökur. Lesa meira