Frétt

25. október 2019

Stefnir er framúrskarandi fyrirtæki 2019

Stefnir er framúrskarandi fyrirtæki 2019

Stefnir var valið eitt af framúrskarandi fyrirtækjum á Íslandi samkvæmt greiningu Creditinfo. Stefnir hefur hlotið þessa viðurkenningu frá árinu 2012 og er þetta áttunda árið í röð.

Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtæki að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1, 2 eða 3
  • Jákvæð ársniðurstaða síðustu þrjú ár
  • Eiginfjárhlutfall a.m.k. 20% síðustu þrjú ár
  • Framkvæmdastjóri er skráður í fyrirtækjaskrá RSK
  • Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo
  • Ársreikningi var skilað til RSK síðustu þrjú ár
  • Ársreikningi fyrir síðasta ár skilað á réttum tíma skv. lögum
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) jákvæður síðustu þrjú ár
  • Rekstrartekjur voru a.m.k. 50 milljónir króna síðustu tvö ár
  • Eignir voru a.m.k. 100 milljónir síðustu tvö ár og a.m.k. 90 milljónir árið þar áður

Í viðtali við Jökul H. Úlfsson, framkvæmdastjóra Stefnis sem var birt í Viðskiptablaði Morgunblaðsins segir Jökull: ,,Heilbrigð fyrirtækjamenning og traustir innviðir eru lykilatriði í starfsemi sjóðastýringarfyrirtækja. Orðspor Stefnis og traust til félagsins hefur áunnist yfir langan tíma og því þarf stöðugt að viðhalda með þjálfun og fræðslu“.

Hér er hægt að lesa viðtalið.

Til baka

Fleiri fréttir

28.október 2025

Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana

Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.

11.september 2025

Hálfsársbréf frá framkvæmdastjóra Stefnis til eigenda í sjóðum

Meðfylgjandi er fyrsta hálfsárs-bréf framkvæmdastjóra Stefnis. Þar er farið yfir helstu atriði í rekstri Stefnis, stöðu á verðbréfamörkuðum og hugleiðingar um...

20.júní 2025

Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf

Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...