Frétt

25. október 2019

Stefnir er framúrskarandi fyrirtæki 2019

Stefnir var valið eitt af framúrskarandi fyrirtækjum á Íslandi samkvæmt greiningu Creditinfo. Stefnir hefur hlotið þessa viðurkenningu frá árinu 2012 og er þetta áttunda árið í röð.

Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtæki að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1, 2 eða 3
  • Jákvæð ársniðurstaða síðustu þrjú ár
  • Eiginfjárhlutfall a.m.k. 20% síðustu þrjú ár
  • Framkvæmdastjóri er skráður í fyrirtækjaskrá RSK
  • Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo
  • Ársreikningi var skilað til RSK síðustu þrjú ár
  • Ársreikningi fyrir síðasta ár skilað á réttum tíma skv. lögum
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) jákvæður síðustu þrjú ár
  • Rekstrartekjur voru a.m.k. 50 milljónir króna síðustu tvö ár
  • Eignir voru a.m.k. 100 milljónir síðustu tvö ár og a.m.k. 90 milljónir árið þar áður

Í viðtali við Jökul H. Úlfsson, framkvæmdastjóra Stefnis sem var birt í Viðskiptablaði Morgunblaðsins segir Jökull: ,,Heilbrigð fyrirtækjamenning og traustir innviðir eru lykilatriði í starfsemi sjóðastýringarfyrirtækja. Orðspor Stefnis og traust til félagsins hefur áunnist yfir langan tíma og því þarf stöðugt að viðhalda með þjálfun og fræðslu“.

Hér er hægt að lesa viðtalið.

Til baka

Fleiri fréttir

08.júlí 2020

Ávöxtun sjóða Stefnis 30.06.2020

Stefnir hefur birt ávöxtun m.v. 30.06.2020. Samantektina má sjá hérna fyrir neðan.

19.júní 2020

Jökull H. Úlfsson framkvæmdastjóri Stefnis lætur af störfum

Jökull H. Úlfsson, framkvæmdastjóri Stefnis, hefur óskað eftir að láta af störfum og hefur komist að samkomulagi við félagið um starfslok.

26.maí 2020

Theodór Sölvi ráðinn í hlutabréfateymi Stefnis

Theodór Sölvi Blöndal hefur verið ráðinn sem sérfræðingur í erlenda hlutabréfateymi Stefnis.

Þessi síða notar vafrakökur. Lesa meira