Frétt

29. júlí 2020

Jóhann Möller ráðinn framkvæmdastjóri Stefnis

Jóhann Möller ráðinn framkvæmdastjóri Stefnis

Jóhann Möller hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Stefnis hf. og mun taka við starfinu 1. ágúst. Jóhann hefur starfað á fjármálamarkaði í 20 ár og hjá Stefni frá árinu 2006 við stýringu á innlendum hlutabréfasjóðum auk þess að veita hlutabréfateymi félagsins forstöðu síðastliðin 3 ár.

Sigrún Ragna Ólafsdóttir, stjórnarformaður Stefnis:

„Ég vil bjóða Jóhann velkominn í starf framkvæmdastjóra Stefnis og er þess fullviss að hann mun af fagmennsku og metnaði leiða kraftmikinn hóp sérfræðinga félagsins í að efla Stefni enn frekar á komandi misserum.“

Jóhann Möller:

„Það er mikill heiður að fá tækifæri til að leiða þennan frábæra hóp starfsmanna Stefnis. Hjá Stefni starfar öflugur hópur sérfræðinga sem býr yfir viðamikilli þekkingu og reynslu á fjármálamörkuðum hér heima og erlendis. Markmið okkar er að vera áfram í fararbroddi í stýringu og uppbyggingu nýrra sjóða og sérhæfðra afurða, með vönduð vinnubrögð og hagsmuni viðskiptavina okkar að leiðarljósi.“

Um Stefni hf.

Stefnir er rótgróið íslenskt sjóðastýringarfyrirtæki,stofnað árið 1996 með um 250 milljarða króna í virkri sjóðastýringu í lok árs 2019. Hlutverk félagsins er að stýra fjármunum í eigu viðskiptavina með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Stefnir þjónar jafnt einstaklingum sem fagfjárfestum.

Stefnir hefur á að skipa þaulreyndu starfsfólki með um 10 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði að meðaltali. Hjá Stefni starfa 20 sérfræðingar í fjórum teymum við stýringu á fjölbreyttu úrvali verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóða. Einnig stýrir félagið eignum nokkurra samlagshlutafélaga sem stofnuð hafa verið í kringum framtaksfjárfestingar

 

Til baka

Fleiri fréttir

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...

29.ágúst 2023

Stefnir birtir fjármagnaðan útblástur gróðurhúsalofttegunda

Stefnir stýrir fjármunum fyrir hönd viðskiptavina sinna og leggur ríka áherslu á að gera það með ábyrgum og gagnsæjum hætti.

09.ágúst 2023

Stefnir styrkir Einvígið á Nesinu

Stefnir er stoltur styrktaraðili Einvígisins á Nesinu. Þetta árið hlaut Félag áhugafólks um Downs-heilkennið styrk Stefnis og Birgir Björn úr GK var sigurvegari...