Frétt
Stefnir hlýtur viðurkenningar fyrir árangur í rekstri
Stefnir er níunda árið í röð í 2% hópi íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar hjá Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtækið árið 2020. Val á Framúrskarandi fyrirtæki er fyrst og fremst viðurkenning á því að fyrirtæki byggi rekstur sinn á sterkum stoðum til langs tíma og efli hag fjárfesta og hluthafa.
Stefnir er einnig í hópi 2,7% fyrirtækja landsins sem fær viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2020 og uppfyllti þar með ströng skilyrði Viðskiptablaðsins og Keldunnar fjórða árið í röð.
Stefnir var á árinu 2012 fyrst íslenskra fyrirtækja til að hljóta viðurkenninguna „Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum“. Í ár hlaut Stefnir í níunda sinn þá viðurkenningu ásamt 17 öðrum fyrirtækjum á landinu. Viðurkenningin er veitt af Stjórnvísi, Viðskiptaráði Íslands, Samtök atvinnuífsins og Nasdaq Iceland.
Fleiri fréttir
11.september 2025
Hálfsársbréf frá framkvæmdastjóra Stefnis til eigenda í sjóðum
Meðfylgjandi er fyrsta hálfsárs-bréf framkvæmdastjóra Stefnis. Þar er farið yfir helstu atriði í rekstri Stefnis, stöðu á verðbréfamörkuðum og hugleiðingar um...
20.júní 2025
Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf
Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...
03.júní 2025
Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi
Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...