Frétt
Stefnir fær starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (Fjármálaeftirlitið) veitti Stefni hf. starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða sbr. 6. gr. laga nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða hinn 27. október 2020. Í leyfinu felst að félaginu er heimilt að reka sérhæfða sjóði sbr. 1. og 2. mgr. 9. gr. laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.
Þá hefur Fjármálaeftirlitið ennfremur veitt félaginu heimild til að sinna eignastýringu, fjárfestingarráðgjöf og vörslu og umsýslu hlutdeildarskírteina eða hluta sjóða um sameiginlega fjárfestingu. sbr. 1-3. tölul. 3. mgr. 9. gr. laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.
Félagið hefur einnig starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða samkvæmt lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.
Fleiri fréttir
11.september 2025
Hálfsársbréf frá framkvæmdastjóra Stefnis til eigenda í sjóðum
Meðfylgjandi er fyrsta hálfsárs-bréf framkvæmdastjóra Stefnis. Þar er farið yfir helstu atriði í rekstri Stefnis, stöðu á verðbréfamörkuðum og hugleiðingar um...
20.júní 2025
Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf
Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...
03.júní 2025
Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi
Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...