Frétt
Stefnir er aðili að viljayfirlýsingu um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar
Stefnir hefur á síðustu árum stigið mikilvæg skref í því að vera leiðandi í ábyrgum fjárfestingum. Við erum aðilar að meginreglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (UN PRI) og stofnaðili Iceland SIF, vettvangs til að efla þekkingu og auka umræður um ábyrgar fjárfestingar.
Það er mikilvægt að þeim skuldbindingum sem við höfum tekist á hendur sé fylgt eftir með markvissum hætti. Í september undirritaði Jóhann Möller framkvæmdastjóri Stefnis viljayfirlýsingu ásamt Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og fjölmörgum aðilum sem fara fyrir eignum á íslenskum fjármálamarkaði.
Fjármagn er mikilvægt hreyfiafl í mótun atvinnulífs og atvinnusköpunar í þeirri uppbyggingu sem framundan er. Ákvarðanir sem teknar eru í dag munu hafa mikil áhrif á framþróun næstu ára og því mikilvægt að þær séu teknar með sjálfbærni að leiðarljósi. Með því að nýta fjármagn með markvissum aðgerðum er hægt að viðhalda sjálfbærri þróun og á sama tíma að efla samkeppnishæfni þjóða og framtíð komandi kynslóða.
Stefnir hefur innleitt stefnu um ábyrgar fjárfestingar í starfsemi sinni og er hana að finna hér.
Viljayfirlýsinguna í heild sinni má finna hér.
Fleiri fréttir
28.október 2025
Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana
Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.
11.september 2025
Hálfsársbréf frá framkvæmdastjóra Stefnis til eigenda í sjóðum
Meðfylgjandi er fyrsta hálfsárs-bréf framkvæmdastjóra Stefnis. Þar er farið yfir helstu atriði í rekstri Stefnis, stöðu á verðbréfamörkuðum og hugleiðingar um...
20.júní 2025
Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf
Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...