Frétt

30. júní 2022

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga

Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiddi í dag út arð til 881 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 7,3 kr. á hlut. Sjóðurinn er sá eini sinnar tegundar hér á landi sem greiðir uppsafnaðar arðgreiðslur til sjóðfélaga en sjóðurinn greiðir út arð einu sinni á ári.

Markmið sjóðsins er að veita fjárfestum kost á að fjárfesta í sjóði sem fjárfestir í félögum sem hafa sögulega greitt arð og/eða eru líkleg til að greiða arð innan 12 mánaða. Sjóðurinn fjárfestir fyrst og fremst í hlutabréfum íslenskra hlutafélaga og hlutafélaga með starfsemi á Íslandi, sem skráð eru í NASDAQ OMX Nordic Iceland, First North markaðnum, eða annarri viðurkenndri kauphöll eða markaðstorgi fjármálagerninga.

 

Óðinn Árnason

Þorsteinn Andri Haraldsson
Til baka

Fleiri fréttir

11.september 2025

Hálfsársbréf frá framkvæmdastjóra Stefnis til eigenda í sjóðum

Meðfylgjandi er fyrsta hálfsárs-bréf framkvæmdastjóra Stefnis. Þar er farið yfir helstu atriði í rekstri Stefnis, stöðu á verðbréfamörkuðum og hugleiðingar um...

20.júní 2025

Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf

Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...

03.júní 2025

Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi

Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...