Frétt

30. júní 2022

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga

Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiddi í dag út arð til 881 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 7,3 kr. á hlut. Sjóðurinn er sá eini sinnar tegundar hér á landi sem greiðir uppsafnaðar arðgreiðslur til sjóðfélaga en sjóðurinn greiðir út arð einu sinni á ári.

Markmið sjóðsins er að veita fjárfestum kost á að fjárfesta í sjóði sem fjárfestir í félögum sem hafa sögulega greitt arð og/eða eru líkleg til að greiða arð innan 12 mánaða. Sjóðurinn fjárfestir fyrst og fremst í hlutabréfum íslenskra hlutafélaga og hlutafélaga með starfsemi á Íslandi, sem skráð eru í NASDAQ OMX Nordic Iceland, First North markaðnum, eða annarri viðurkenndri kauphöll eða markaðstorgi fjármálagerninga.

 

Óðinn Árnason

Þorsteinn Andri Haraldsson
Til baka

Fleiri fréttir

28.október 2025

Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana

Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.

11.september 2025

Hálfsársbréf frá framkvæmdastjóra Stefnis til eigenda í sjóðum

Meðfylgjandi er fyrsta hálfsárs-bréf framkvæmdastjóra Stefnis. Þar er farið yfir helstu atriði í rekstri Stefnis, stöðu á verðbréfamörkuðum og hugleiðingar um...

20.júní 2025

Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf

Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...