Frétt
Stefnir tekur þátt í Einvíginu á Nesinu
Stefnir hf. styrkir eitt vinsælasta golfmót ársins, Einvígið á Nesinu, en mótið er góðgerðamót sem haldið er á vegum Nesklúbbsins á Seltjarnarnesi. Mótið er nú haldið í 26 skiptið en mótið fór fyrst fram 1996, árið sem Stefnir hf. var stofnað. Mótið er haldið á frídegi verslunarmanna, mánudaginn 1. ágúst og hefst kl. 13:00.
Margir af bestu kylfingum landsins munu taka þátt og leika í þágu góðs málefnis. Stefnir gefur vinningsupphæðina, eina milljón króna, sem mun að þessu sinni renna til stuðnings félagsins Einstakra barna.
Nánar má lesa um mótið á golf.is.
Fleiri fréttir
28.október 2025
Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana
Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.
11.september 2025
Hálfsársbréf frá framkvæmdastjóra Stefnis til eigenda í sjóðum
Meðfylgjandi er fyrsta hálfsárs-bréf framkvæmdastjóra Stefnis. Þar er farið yfir helstu atriði í rekstri Stefnis, stöðu á verðbréfamörkuðum og hugleiðingar um...
20.júní 2025
Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf
Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...