Frétt

11. október 2022

Kolviður og Stefnir gróðursetja 5.000 tré

Kolviður og Stefnir gróðursetja 5.000 tré

Stefnir hefur frá árinu 2020 í samstarfi við Kolvið bundið kolefnislosun sem til kemur vegna rekstrar félagsins. Við stofnun sjóðsins Stefnis – Grænavals var ákveðið að gróðursetja 10 tré fyrir hvern aðila sem fjárfestir í sjóðnum frá stofnun hans 2021 til loka árs 2022.

Nú höfum við náð þeim merka áfanga að nálgast gróðursetningu 5.000 trjáa og við það tilefni hittust Reynir Kristinsson stjórnarformaður Kolviðar og Dýri Kristjánsson sjóðstjóri Stefnis – Grænavals og tóku fyrstu skref í því að binda kolefni á móti losun sem nemur um 500 tonnum af útblæstri kolefnis sem er álíka og 250 fólksbílar losa á ári.

Markmið Kolviðar er aukin binding kolefnis í skógarvistkerfum í þeim tilgangi að draga úr styrk koldíoxíðs (CO2) í andrúmslofti, að binda jarðveg og draga úr jarðvegseyðingu, að auka vitund almennings og fyrirtækja um losun gróðurhúsalofttegunda, og að stuðla að fræðslu um tengd málefni.

 

 

Til baka

Fleiri fréttir

28.október 2025

Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana

Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.

11.september 2025

Hálfsársbréf frá framkvæmdastjóra Stefnis til eigenda í sjóðum

Meðfylgjandi er fyrsta hálfsárs-bréf framkvæmdastjóra Stefnis. Þar er farið yfir helstu atriði í rekstri Stefnis, stöðu á verðbréfamörkuðum og hugleiðingar um...

20.júní 2025

Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf

Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...