Frétt

20. desember 2022

Hrefna Ösp í stjórn Stefnis

Hrefna Ösp í stjórn Stefnis

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, forstjóri Creditinfo var kosin í stjórn Stefnis þann 19. desember og tekur að sér varaformennsku en Sigrún Ragna Ólafsdóttir er stjórnarformaður Stefnis.

Hrefna hefur fjölbreytta reynslu af fjármálamarkaði og gegndi stöðu framkvæmdastjóra eignastýringar og miðlunar Landsbankans áður en hún ákvað að ganga til liðs við Creditinfo fyrir rúmu ári síðan. Hrefna starfaði hjá Landsbankanum frá árinu 2010 en áður hafði hún starfað sem sjóðstjóri hjá Arev-verbréfafyrirtæki og unnið hjá Kauphöll Íslands, Fjarvangi og Seðlabanka Íslands. Hrefna er viðskiptafræðingur með löggildingarpróf í verðbréfaviðskiptum.

 

Til baka

Fleiri fréttir

20.nóvember 2025

Stefnir lýkur fjármögnun á fimmta framtakssjóði SÍA

Stefnir hf. hefur lokið fjármögnun á framtakssjóðnum SÍA V. Áskriftir í sjóðinn námu rúmum 15,2 ma.kr., en fjárfestar sjóðsins eru að mestu stofnanafjárfestar...

28.október 2025

Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana

Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.

11.september 2025

Hálfsársbréf frá framkvæmdastjóra Stefnis til eigenda í sjóðum

Meðfylgjandi er fyrsta hálfsárs-bréf framkvæmdastjóra Stefnis. Þar er farið yfir helstu atriði í rekstri Stefnis, stöðu á verðbréfamörkuðum og hugleiðingar um...