Frétt

23. janúar 2023

Stefnir og Fjármálakastið í samstarf

Stefnir og Fjármálakastið í samstarf

Stefnir verður aðalstyrktaraðili Fjármálakastsins sem er hlaðvarp fyrir áhugafólk um fjármál, hagfræði og efnahagsmál. Þættirnir koma út einu sinni í viku inn á allar helstu hlaðvarpsveitur og inn á podcast.is.

Markmið samstarfsins er að stuðla að vandaðri umfjöllun um fjármál og efnahagsmál. Litlar sem engar breytingar verða gerðar á efnistökum hlaðvarpsins frá því sem nú er og mun Fjármálakastið halda áfram að fá fólk víða að í atvinnulífinu til að ræða um ýmislegt tengt fjármálum.

Gestir þáttarins koma úr ýmsum áttum en meðal þeirra hafa verið frumkvöðlar, greinendur, fyrirtækjaeigendur, viðskiptablaðamenn og fleiri.

Jón Finnbogason, framkvæmdastjóri Stefnis:

„Sífellt fleiri einstaklingar sækja sér um þessar mundir fróðleik með því að hlusta á hlaðvörp. Stefnir vill styðja við vandaða umfjöllun um fjármál og efnahagsmál og er Fjármálakastið sem hefur boðið upp á afar áhugaverð og fróðleg viðtöl við fólk víðsvegar úr atvinnulífinu góður vettvangur til þess.“

 

Magdalena Anna Torfadóttir
Þáttastjórnandi Fjármálakastsins og sérfræðingur hjá Stefni


Til baka

Fleiri fréttir

20.nóvember 2025

Stefnir lýkur fjármögnun á fimmta framtakssjóði SÍA

Stefnir hf. hefur lokið fjármögnun á framtakssjóðnum SÍA V. Áskriftir í sjóðinn námu rúmum 15,2 ma.kr., en fjárfestar sjóðsins eru að mestu stofnanafjárfestar...

28.október 2025

Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana

Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.

11.september 2025

Hálfsársbréf frá framkvæmdastjóra Stefnis til eigenda í sjóðum

Meðfylgjandi er fyrsta hálfsárs-bréf framkvæmdastjóra Stefnis. Þar er farið yfir helstu atriði í rekstri Stefnis, stöðu á verðbréfamörkuðum og hugleiðingar um...