Frétt

28. mars 2023

Nýr sjö milljarða sjóður hjá Stefni gefur út skuldabréf á First North

Nýr sjö milljarða sjóður hjá Stefni gefur út skuldabréf á First North

SÍL 2 hs, nýr lánasjóður í rekstri Stefnis kláraði fyrstu innköllun frá fjárfestum í síðustu viku með útgáfu skuldabréfs sem skráð var á First North. Fyrsta fjárfesting sjóðsins nam 3.170 m.kr. en áskriftarloforð sjóðsins eru 7 ma.kr. Sjóðurinn starfar á lánamarkaði til innlendra lögaðila og ávaxtar fjármuni með útgáfu skuldabréfs. Fjárfestingartímabil sjóðsins eru 30 mánuðir en skuldabréfið er á gjalddaga í lok árs 2029. Þeir sem lögðu sjóðnum til fé eru einkum fagfjárfestar og hafa margir hverjir fylgt Stefni í gegnum þá fjölmörgu lánasjóði sem Stefnir hefur starfrækt í hátt í tvo áratugi.

Stefnir stýrir nú um 25 ma.kr. í sérhæfðum sjóðum sem fjárfesta í lánum til fyrirtækja og sjáum við fram á að eignaflokkurinn muni stækka nokkuð á næstu misserum.

Anna Kristjánsdóttir leiðir teymi skráðra og óskráðra skuldabréfa hjá Stefni.

 

Til baka

Fleiri fréttir

20.nóvember 2025

Stefnir lýkur fjármögnun á fimmta framtakssjóði SÍA

Stefnir hf. hefur lokið fjármögnun á framtakssjóðnum SÍA V. Áskriftir í sjóðinn námu rúmum 15,2 ma.kr., en fjárfestar sjóðsins eru að mestu stofnanafjárfestar...

28.október 2025

Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana

Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.

11.september 2025

Hálfsársbréf frá framkvæmdastjóra Stefnis til eigenda í sjóðum

Meðfylgjandi er fyrsta hálfsárs-bréf framkvæmdastjóra Stefnis. Þar er farið yfir helstu atriði í rekstri Stefnis, stöðu á verðbréfamörkuðum og hugleiðingar um...