Frétt
SÍA III selur eignarhlut sinn í Men & Mice
SÍA III sérhæfður sjóður í rekstri Stefnis hefur skrifað undir sölu á öllum eignarhlut sínum í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Men & Mice til alþjóðlega félagsins BlueCat Networks. SÍA III átti hlut sinn í í gegnum MM Holdings ehf. en sjóðurinn keypti 93% hlut í félaginu árið 2019.
Páll Ólafsson, sem var fyrr á þessu ári ráðinn forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Stefni, segir að „stjórnendur Men&Mice hafa náð framúrskarandi árangri og eru leiðandi á sínu sviði. Við teljum félagið vera í góðum höndum og eigi bjarta framtíð framundan.“

Fleiri fréttir
20.nóvember 2025
Stefnir lýkur fjármögnun á fimmta framtakssjóði SÍA
Stefnir hf. hefur lokið fjármögnun á framtakssjóðnum SÍA V. Áskriftir í sjóðinn námu rúmum 15,2 ma.kr., en fjárfestar sjóðsins eru að mestu stofnanafjárfestar...
28.október 2025
Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana
Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.
11.september 2025
Hálfsársbréf frá framkvæmdastjóra Stefnis til eigenda í sjóðum
Meðfylgjandi er fyrsta hálfsárs-bréf framkvæmdastjóra Stefnis. Þar er farið yfir helstu atriði í rekstri Stefnis, stöðu á verðbréfamörkuðum og hugleiðingar um...