Frétt
Nýr sjóður Stefnis gefur út 4,2 ma. kr. skuldabréf
Sérhæfði sjóðurinn SEL I hs.,hefur gefið út höfuðstólstryggt skuldabréf (SEL 1 27 12) sem verður skráð á First North í sumar. Um er að ræða fyrstu höfuðstólstryggðu skuldabréfaútgáfu sjóðs á Íslandi til fjölda ára og er það metið svo að markaðsaðstæður til útgáfu slíkra skuldabréfa séu ákjósanlegar nú miðað við núverandi vaxtastig.
Markmið sjóðsins er að tryggja að hann geti mætt greiðsluflæði vegna skuldabréfs sem sjóðurinn gaf út og er á gjalddaga í lok árs 2027 með því að fjárfesta í öðrum skuldabréfum og afleiðum tengdum við erlendar hlutabréfavísitölur.
Áskriftir voru 30 milljónir bandaríkjadollara en fjárfestingartímabili sjóðsins er lokið. Sjóðurinn og skuldabréfaútgáfa hans er einungis ætluð fagfjárfestum. Stefnir hefur starfrækt fleiri en tíu slíka sjóði og er útgáfa SEL I hs. sú stærsta í sögu félagsins.
Róbert Vilhjálmur Ásgeirsson og Per Matts Henje stýra sjóðnum en teymið stýrir jafnframt stærsta erlenda hlutabréfasjóði landsins Katla Fund - Global Equity sem er um 311 milljónir evra að stærð.
Fleiri fréttir
20.nóvember 2025
Stefnir lýkur fjármögnun á fimmta framtakssjóði SÍA
Stefnir hf. hefur lokið fjármögnun á framtakssjóðnum SÍA V. Áskriftir í sjóðinn námu rúmum 15,2 ma.kr., en fjárfestar sjóðsins eru að mestu stofnanafjárfestar...
28.október 2025
Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana
Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.
11.september 2025
Hálfsársbréf frá framkvæmdastjóra Stefnis til eigenda í sjóðum
Meðfylgjandi er fyrsta hálfsárs-bréf framkvæmdastjóra Stefnis. Þar er farið yfir helstu atriði í rekstri Stefnis, stöðu á verðbréfamörkuðum og hugleiðingar um...