Frétt

03. júlí 2024

Tímamót á fasteignamarkaði

Tímamót á fasteignamarkaði

Jón Finnbogason framkvæmdastjóri Stefnis ritaði grein sem Innherji birti en Alþingi hefur samþykkt nýja heimild fyrir lífeyrissjóði til að fjárfesta í íbúðarhúsnæði sem ætlað er til langtímaleigu.

Með því að auka svigrúm lífeyrissjóða til að fjárfesta í félögum eða sjóðum sem eiga íbúðarhúsnæði er stuðlað að auknu framboði húsnæðis á leigumarkaði og frekara jafnvægi á fasteignamarkaði. Er það öllum til góðs, hvort sem litið er til leigjenda eða þeirra sem hafa hug á að fjárfesta í eigin húsnæði. Heimild lífeyrissjóða til fjárfestinga í íbúðarhúsnæði til langtímaleigu er því þjóðhagslega hagkvæm, enda er það hagur samfélagsins alls að hér ríki stöðugleiki á fasteignamarkaði.

Stefnir rekur sjóðinn SRE III sem hefur að markmiði að reka sjálfbært leigufélag sem hefur burði til að styðja við nauðsynlega íbúðauppbyggingu á næstu árum og styrkja leigumarkaðinn hér á landi.

Greinina má finna hér: Tíma­mót á fast­eigna­markaði - Innherji (visir.is)

 

Til baka

Fleiri fréttir

11.september 2025

Hálfsársbréf frá framkvæmdastjóra Stefnis til eigenda í sjóðum

Meðfylgjandi er fyrsta hálfsárs-bréf framkvæmdastjóra Stefnis. Þar er farið yfir helstu atriði í rekstri Stefnis, stöðu á verðbréfamörkuðum og hugleiðingar um...

20.júní 2025

Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf

Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...

03.júní 2025

Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi

Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...