Frétt

27. desember 2024

Engin upphafsþóknun af kaupum í sjóðum til og með 10. janúar

Engin upphafsþóknun af kaupum í sjóðum til og með 10. janúar

Engin upphafsþóknun er við kaup í sjóðum Stefnis frá 27. desember 2024 til og með 10. janúar 2025. Afslátturinn af þóknun gildir við kaup sem eiga sér stað í Arion appinu eða netbanka.

Ófjárráða njóta að sjálfsögðu einnig 100% afsláttar á sama tímabili og viðskiptabeiðnir þurfa þá að berast til radgjof@arionbanki.is.

Stefnir hefur upp á að bjóða eitt fjölbreyttasta sjóðaúrval hér á landi. Allir sem vilja ávaxta fé sitt ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það eru skuldabréfasjóðir, innlendir eða erlendir hlutabréfasjóðir eða blandaðir sjóðir. Sjóði Stefnis má finna hér.

Við kaup í sjóðum er innheimt söluþóknun í formi mismunar á kaup- og sölugengi (einnig kallað gengismunur eða upphafsþóknun). Söluþóknun er ekki innheimt við kaup í Stefni - Lausafjársjóði og Stefni - Sparifjársjóði. Í netbanka Arion banka er ávallt veittur 25% afsláttur af söluþóknun sjóða Stefnis sem er 100% afsláttur í dag og til og með 10. janúar 2025. Í reglubundnum sparnaði hlýtur þú 50% afslátt af söluþóknun viðkomandi sjóðs.

 

Til baka

Fleiri fréttir

28.október 2025

Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana

Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.

11.september 2025

Hálfsársbréf frá framkvæmdastjóra Stefnis til eigenda í sjóðum

Meðfylgjandi er fyrsta hálfsárs-bréf framkvæmdastjóra Stefnis. Þar er farið yfir helstu atriði í rekstri Stefnis, stöðu á verðbréfamörkuðum og hugleiðingar um...

20.júní 2025

Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf

Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...