Frétt

30. janúar 2025

Haukur Guðnason ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni hf.

Haukur Guðnason ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni hf.

Haukur Guðnason hefur verið ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni. Haukur býr yfir fjölþættri reynslu á sviði áhættustýringar og fjármála sem mun styðja við áframhaldandi ábyrga og vandaða ákvarðanatöku sjóða Stefnis.

Haukur hefur verið staðgengill áhættustjóra hjá Fossum fjárfestingabanka frá árinu 2023, þar sem hann hafði umsjón með ýmsum verkefnum á sviði áhættustýringar en þar á undan vann hann í áhættustýringu Íslandsbanka frá 2012-2023. Haukur er með doktorspróf í líftækniverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet (DTU) og M.Sc. í heilbrigðisverkfræði frá sama háskóla.

Við hjá Stefni erum fullviss um að með víðtækri þekkingu og reynslu mun Haukur efla það mikilvæga starf sem áhættustýring Stefnis sinnir.

Við bjóðum Hauk velkominn og hlökkum til samstarfsins.

 

Til baka

Fleiri fréttir

28.október 2025

Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana

Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.

11.september 2025

Hálfsársbréf frá framkvæmdastjóra Stefnis til eigenda í sjóðum

Meðfylgjandi er fyrsta hálfsárs-bréf framkvæmdastjóra Stefnis. Þar er farið yfir helstu atriði í rekstri Stefnis, stöðu á verðbréfamörkuðum og hugleiðingar um...

20.júní 2025

Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf

Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...