Frétt
Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf
Greining, sjálfbærni og sjálfvirkni
Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan teymisins Greining, sjálfbærni og sjálfvirkni.
Helstu verkefni fela í sér mat á fjárfestingarkostum og atvinnugreinum til að styðja við ákvarðanatöku fjárfestingarteyma félagsins auk ýmissa verkefna sem snúa að rekstri sjóða og félagsins.
Helstu verkefni:
- Greining á mörkuðum, atvinnugreinum og fjárfestingarkostum
- Gerð verðmata og arðsemisútreikninga
- Skýrslugjöf og framsetning gagna
- Gerð kynningarefnis
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. fjármál, viðskiptafræði, hagfræði, verkfræði eða sambærilegt
- Þekking og áhugi á viðskiptum
- Nákvæm og góð vinnubrögð
- Færni í upplýsingamiðlun
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Reynsla af fjármálamarkaði er kostur
Ráðningarferlið fer fram í gegnum Opus Futura:
- Opus Futura er ráðningarvettvangur sem tryggir hlutlægt, nafnlaust og sanngjarnt ráðningarferli.
- Umsækjendur sækja um með því að fylla út prófíl á www.opusfutura.is
- Pörun við starfið fer fram í gegnum kerfið, ef pörun verður fær umsækjandi tilkynningu og getur þá ákveðið hvort hann vilji halda áfram í ferlinu.
Umsóknarfrestur: Síðasti pörunardagur er 26. júní 2025.
Fullum trúnaði er heitið og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Fleiri fréttir
28.október 2025
Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana
Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.
11.september 2025
Hálfsársbréf frá framkvæmdastjóra Stefnis til eigenda í sjóðum
Meðfylgjandi er fyrsta hálfsárs-bréf framkvæmdastjóra Stefnis. Þar er farið yfir helstu atriði í rekstri Stefnis, stöðu á verðbréfamörkuðum og hugleiðingar um...
20.júní 2025
Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf
Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...