Frétt

28. október 2025

Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana

Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana

Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.

Á fyrri hluta árs voru gjöld vegna kaupa í sjóðum og gengismun við kaup og sölu sjóða felld niður. Að auki er ekki lengur gerð krafa um lágmarksfjárhæð við kaup og sölu í sjóðum, bæði í einstökum viðskiptum eða í reglubundinni áskrift. Þessar aðgerðir náðu til allra sjóða Stefnis sem eru ætlaðir almennum fjárfestum.

Nú hefur enn eitt skrefið verið tekið á þessari vegferð með því að lækka umsýsluþóknun í Eignavalssjóðunum ásamt öðrum breytingum.

Fjárfestingastefnur

Fjárfestingarstefnum sjóðanna hefur verið breytt með það að markmiði að gera þær enn skýrari og tryggja aukið samræmi milli þeirra. Helst má nefna að aukið var svigrúm til kaupa á ríkisskuldabréfum og sértryggðum skuldabréfum þar sem það átti við.

Nöfnum sjóðanna breytt

Eignavalssjóðirnir, sem eru sex talsins, hafa fengið ný nöfn og verða þeir kenndir við Premíu þjónustu Arion banka enda gegna þeir mikilvægu hlutverki í eignastýringu fyrir viðskiptavini Arion.

Ný nöfn sjóðanna endurspegla vel fjárfestingarstefnu hvers þeirra:

Eignaval A hs. Premía A – skuldabréfasafn hs.
Eignaval B hs. Premía B – hámark ¼ hlutabréf hs.
Eignaval C hs. Premía C – hámark ½ hlutabréf hs.
Eignaval D hs. Premía D – hámark ¾ hlutabréf hs.
Eignaval – Hlutabréf hs. Premía E – hlutabréfasafn hs.
Eignaval Erlent hs. Premía F – erlent safn hs.
Þrír flokkar hlutdeildarskírteina

Þá voru einnig settir upp þrír mismunandi flokkar hlutdeildarskírteina (A, B og C) en sú breyting fylgir í kjölfar þess að Eignaval D var kominn með þrjá flokka hlutdeildarskírteina og fyrir þremur árum voru settir upp tveir mismunandi flokkar hlutdeildarskírteina fyrir Katla Fund – Global Equity (A og B).

Breyting árlegrar umsýsluþóknunar

Mismunandi þóknanir tilheyra hverjum flokki fyrir sig. Sjá töflu:

Þóknun fyrir breytingu í % Ný þóknun í % Breyting í % Stærð í ma.kr. þann 31/08/25
Sjóður/flokkur hlutdeildarskírteina:    A  B  C  A  B  C  A  B  C  
Premía A – skuldabréfasafn hs.   0,65        1,1  0,29  0,26  +69,2  -55,4  -60,0  10,6
Premía B – hámark 25% hlutabréf hs.
 0,65        1,23  0,52  0,38  +89,2  -20,0  -41,5  7,9
Premía C – hámark 50% hlutabréf hs.
 0,65        1,35  0,54  0,43  +107,7  -16,9  -33,8  2,1
Premía D – hámark 75% hlutabréf hs.
   1,75  1,5  0,5  1,35  0,54  0,43  -22,9  -64,0  -14,0  0,09
Premía E – hlutabréfasafn hs.
 1,35        1,6  0,6  0,49  +18,5  -55,6  -63,7  6,5
Premía F – erlent safn hs.
 0,65        1,6  0,6  0,52  +146,2  -7,70  -20,0  2,3
Samtals:                      29,59 

Flokkur C er ætlaður öllum núverandi eigendum sjóðanna og þeim viðskiptavinum sem eru í Premíu einkabankaþjónustu hjá Arion banka. Flokkur B er ætlaður þeim sem eru í Premíu þjónustu en ekki með samning um eignastýringu. Flokkur A er fyrir aðra fjárfesta.

Lækkun þóknana og kostnaðar ásamt því að gera sjóðaviðskipti enn aðgengilegri er liður í þeirri vegferð Stefnis að skila hagræðingu í rekstri til viðskiptavina sinna.

 

Til baka

Fleiri fréttir

28.október 2025

Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana

Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.

11.september 2025

Hálfsársbréf frá framkvæmdastjóra Stefnis til eigenda í sjóðum

Meðfylgjandi er fyrsta hálfsárs-bréf framkvæmdastjóra Stefnis. Þar er farið yfir helstu atriði í rekstri Stefnis, stöðu á verðbréfamörkuðum og hugleiðingar um...

20.júní 2025

Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf

Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...