Frétt
Stefnir birtir fjármagnaðan útblástur gróðurhúsalofttegunda
Stefnir stýrir fjármunum fyrir hönd viðskiptavina sinna og leggur ríka áherslu á að gera það með ábyrgum og gagnsæjum hætti. Nýlega var tekinn saman fjármagnaður útblástur gróðurhúsalofttegunda frá eignum sjóða í rekstri Stefnis og birtum við því tengt skýrslu þar sem koma fram meðal annars upplýsingar um losunarstyrk fjárfestingar fyrir hverja 1. mkr. fjárfesta í tilteknum sjóðum.
Aðferðafræðin sem notuð er við útreikninginn byggir á aðferðafræði Partnership for Carbon Accounting Financials (PCAF), alþjóðlegs samstarfsvettvangs fjármálafyrirtækja sem hefur það meginmarkmið að samræma mat á umfangi losunar gróðurhúsalofttegunda. Upplýsingarnar byggja á punktstöðu eigna sjóða þann 31.12.2022.
Skýrslan er aðgengileg hér.
Kristbjörg M. Kristinsdóttir, fjármálastjóri Stefnis, tók saman nokkrar hugleiðingar um fjármagnaðan útblástur í Viðskiptablaðinu þann 28.8.2023 sem má nálgast hér.
Fleiri fréttir
21.nóvember 2024
Stefnir leitar að áhættustjóra
Stefnir leitar að metnaðarfullum og ábyrgum einstaklingi í starf áhættustjóra með reynslu og þekkingu á verðbréfamörkuðum innlendum sem erlendum.
25.október 2024
SÍA IV styður við vaxtaráform Rotovia hf. með kaupum í mexíkóska fyrirtækinu Ollin Plastics
Rotovia, sem er leiðandi fyrirtæki í hönnun og framleiðslu á hverfissteypum lausnum (e. rotomoulding solutions), hefur fest kaup á mexíkóska fyrirtækinu Ollin...
04.september 2024
Engin upphafsþóknun af kaupum í sjóðum til og með 9. september
Engin þóknun er við kaup í sjóðum Stefnis frá 30. ágúst 2024 til og með 9. september 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við kaup sem eiga sér stað í Arion...