Aðferðafræði

Stefnir hefur á síðustu árum stigið mikilvæg skref í því að vera leiðandi í ábyrgum fjárfestingum. Við erum aðilar að meginreglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (UN PRI) og stofnaðili Iceland SIF, vettvangs til að efla þekkingu og auka umræður um ábyrgar fjárfestingar.

Það er mikilvægt að þeim skuldbindingum sem við höfum tekist á hendur sé fylgt eftir með markvissum hætti og með því að nýta fjármagn sem drifkraft er hægt að viðhalda sjálfbærri þróun og á sama tíma að efla samkeppnishæfni þjóða og framtíð komandi kynslóða.

Um aðferðafræði Stefnis

Við stýringu sjóða er mikilvægt að upplýsa eigendur sjóða með hvaða hætti við erum að innleiða aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga í alla starfsemi Stefnis.

Í stefnu félagins um ábyrgar fjárfestingar kemur fram hvernig við munum líta til umhverfismála, félagslegra þátta og góðra stjórnarhátta við fjárfestingu í fyrirtækjum og öðrum útgefendum.

Hér á eftir kemur stutt lýsing á helstu þáttum sem snúa að aðferðafræði Stefnis við val á fjárfestingum.

Samþætting UFS í fjárfestingarferli

Stefnir samþættir UFS málefni í fjárfestingarferli sjóða í stýringu félagsins þar sem því verður við komið. Sérstaklega er skimað fyrir félögum sem samræmast ekki þeim siðferðilegum takmörkunum sem ákveðnar hafa verið og beitt er þematískri aðferðafræði í sjóðum þar sem það á við.

Siðferðilegar takmarkanir fjárfestinga í sjóðum Stefnis

Viðauki I við stefnu um ábyrgar fjárfestingar samþykkt af UFS ráði Stefnis 31. janúar 2024.

 Starfsemi  Neikvæð skimun  Jákvæð skimun  Fremst meðal jafningja
 Áfengisframleiðendur
X
 Feldur/dýratilraunir X

 Dýratilraunir vegna þróunar á sviði heilbrigðisvísinda      X
 Fjárhættuspil X

 Námuvinnsla    X  
 Kjarnorkuframleiðsla      X
 Kola- og olíusandavinnsla X

 Olíuframleiðsla    
 Klám X

 Okurlánastarfsemi X

 Starfsemi sem brýtur á grundvallarmannréttindum s.s. þrælkun X

 Tóbaksframleiðendur

X
 Umdeilanleg vopnaframleiðsla X

Neikvæð skimun: Ekki er heimilt að fjárfesta í starfsemi eða atvinnugrein.

Jákvæð skimun: Horft er til þeirra félaga sem eru að ýta undir jákvæða þróun í atvinnugreininni og standa betur en aðrir samanburðaraðilar samkvæmt matsaðilum og samkvæmt innri matsferlum Stefnis.

Fremst meðal jafninga: Það félag eða útgefandi valið sem meðal samanburðaraðila stendur sig best samkvæmt matsaðilum og samkvæmt innri matsferlum Stefnis.

Umdeilanleg vopnaframleiðsla: Jarðsprengjur, klasasprengjur, efnavopn og sýklavopn.

Virkt eignarhald og áhrifafjárfestingar

Stefnir fylgir reglum um meðferð umboðsatkvæða og beitir Stefnir hluthafaréttindum í samræmi við mat á hagsmunum sjóðanna, m.a. við atkvæðagreiðslu á hluthafafundum. Með virku eignarhaldi beitum við okkur fyrir jákvæðum breytingum með hag umhverfis, félagslegra málefna og stjórnarhátta í fyrirrúmi til skemmri og lengri tíma.

Sérhæfðar fjárfestingar

Við mat á sérhæfðum fjárfestingarkostum er notast við áreiðanleikakannanir til að greina og draga fram þau atriði í rekstri og fjárhag félaga sem skipta mestu máli. Sérstaklega er hugað stöðu UFS þátta í þessu sambandi og tekur umfang UFS athugunar sem framkvæmd er mið af eðli þess fjárfestingarkosts sem er til skoðunar hverju sinni.

UFS ráð Stefnis

UFS ráð vinnur samkvæmt starfsreglum, veitir stuðning við samval fjárfestinga og fullvissu um að unnið sé samkvæmt þeim viðmiðum um ábyrgar fjárfestingar sem sett eru í starfsemi Stefnis. Starfsmenn Stefnis sem eiga sæti í UFS ráði eru kyndilberar innleiðingar aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga í alla starfsemi Stefnis.

Stjórnar- og starfsmönnum Stefnis býðst að taka námskeið hjá PRI Academy í aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga. PRI Academy er helsti fræðsluvettvangur fyrir þá sem vilja öðlast skilning á því hvernig umhverfismál, félagslegir þættir og góðir stjórnarhættir hafa áhrif á frammistöðu fyrirtækja og auka virði allra haghafa.

Í UFS ráði Stefnis eru: Kristbjörg M. Kristinsdóttir, formaður, nefndarmenn eru Anna Kristjánsdóttir, Dýri Kristjánsson, Eiríkur Ársælsson, Iðunn Hafsteinsdóttir, Per Henje,  Sævarður Einarsson og Þorsteinn Andri Haraldsson.